Mynd: Vilhelm Gunnarsson

 

Sverrir Norland er landsþekktur fyrir margbreytileg bókmenntatengd störf. Þrátt fyrir tiltölulega ungan aldur hefur hann gefið út tólf bækur, þ.m. talið lofuð verk á borð við Klettinn (2023), Stríð og klið (2021) og Fyrir allra augum (2016). Hann hefur einnig þýtt fjölda barnabóka, til að mynda Þar sem óhemjurnar eru eftir Maurice Sendak og Eldhuga eftir Pénélope Bagieu, og leikritið Bara smástund! eftir Florian Zeller fyrir Borgarleikhúsið, auk þess að semja efni fyrir bæði útvarp og sjónvarp.

Sverrir hefur hlotið ýmsar viðurkenningar, m.a. barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar, íslensku bóksalaverðlaunin og hina evrópsku Emerging Writer on Tour-viðurkenningu. Þá hefur hann verið mjög áberandi í því að berjast fyrir réttindum rithöfunda og hinna skapandi stétta og auka áhuga almennings á bókmenntum, meðal annars sem bókmenntagagnrýnandi í Kiljunni og sem stjórnandi hlaðvarpsins Bókahúsið. Sverrir situr í stjórn Rithöfundasamband Íslands og á einnig sæti í stjórn IBBY á Íslandi, frjálsum félagasamtökum áhugamanna um barnabókmenntir og barnamenningu á Íslandi, og Almannarómi, miðstöð um máltækni.

Sverrir starfar með Forlaginu á Íslandi og Copenhagen Literary Agency utan landsteinanna.

Hafa samband: s.norland@gmail.com