Kletturinn

Spennandi skáldsaga um siðferðilegar spurningar

Tuttugu ár eru liðin frá því að Gúi hrapaði til bana í útilegu í Hvalfirði og síðan hafa félagar hans, Einar og Brynjar, þurft að vinna úr því áfalli, hvor á sinn hátt – en hvorugur með miklum árangri.

Nú liggja leiðir þeirra saman á ný og uppgjörið er óhjákvæmilegt. Hvað gerðist? Hvers vegna? Hvernig? Og hvern mann hafa þeir raunverulega að geyma?

Skoða á vefsíðu Forlagsins

Lesa brot úr bókinni

Umsagnir um Klettinn

 

„Einstaklega vel heppnuð saga um hvað það er að vera manneskja; listilega vel skrifuð, spennandi, falleg og átakanleg.“

— Ragnar Jónasson, metsöluhöfundur

„Frábær byrjun á jólabókaflóðinu! Vinahópur með leyndarmál, ástarsaga, smá kómedía… skemmtilegur lestur, mæli svo sannarlega með …“

— Joachim Schmidt, höfundur Kalmann

„Kletturinn er grípandi lesning sem hélt mér frá upphafi til enda. Sverrir býr til áhugaverðar og trúverðugar persónur, sérstaklega í tilviki Einars, sögumannsins, sem er afar margræður; vanræktur, reiður, hæfileikaríkur, umhyggjusamur, fullur af skömm og sektarkennd … Bók sem lifir áfram með lesandanum og vekur margar hugsanir og hugmyndir.“

— Sæunn Kjartansdóttir, rithöfundur og sálgreinir

Strid&klidur_framhlid.png

Stríð og kliður: Hvað verður um ímyndunaraflið?

Persónuleg hugvekja um náttúru, tækni og ímyndunaraflið

Þurfum við að endurhugsa samfélög okkar frá grunni? Eru það hinir gæfustu sem lifa af? Er heimurinn að farast? Búum við í tækniræði? Hvað verður um óhemjurnar?

Leiftrandi hugmyndarík og ögrandi bók sem talar til lesenda á öllum aldri.

Skoða á vefsíðu Forlagsins

Lesa fyrsta kafla bókarinnar

Umsagnir um Stríð og klið

 

„Heillandi vangaveltur um nútímann sem einatt byggir á því sem á undan kom. Tímabær og mikilvæg bók.“

— Vigdís Finnbogadóttir

„Andspænis stærstu áskorun allra tíma, loftslagshamförunum, teflir Sverrir Norland fram ímyndunaraflinu, og lesandinn nýtur þess að af því á höfundurinn sjálfur nóg.“

— Sjón

„Sverrir Norland skrifar af ástríðu og einlægni um heiminn og framtíð hans. Hann heldur lesanda við efnið með frjóum texta og hugleiðingum sem eiga erindi.“

— Ólafur Jóhann Ólafsson